Skip to Content

Space / Drawing - and conceptual Horizons by Becky Forsythe 2016

Space / Drawing
and conceptual Horizons
by Becky Forsythe


The exhibition Space / drawing, which brings together numerous works on paper and in sculpture by Þóra Sigurðardóttir, offers a record of the information that we use to read or map space. Reconsidering the spaces that surround us and our investments in these places as lines, impressions, framed memory or conceptual horizons becomes a way of creating an alternative viewpoint, such as a drawing or diagram. when the works in this exhibition are taken into closer consideration, Þóra’s art practice is revealed as an extension of her life experiences: things she has stumbled on and become fascinated with, observations that transform, and an attention paid towards growth, repetition, exchange and tangibility as it appears to her in the surroundings. She takes on the role of the artist as a mobile perceiver by offering different angles of the fields we occupy as consideration for structures found in everyday life and society structures and perceptions which are in the end fluid, moving and able to shift.
Most of the work presented here is recent, aside from a few elements, including an older recording that arrives from time spent in Denmark and is revisited in Arinstofa. The video shows a tree, covered completely by white webbing and is not far off or unlike Þóra’s approach to drawing. The natural lines drawn through the tree by the web are organic and visceral, with numerous layers to work through and visual language to decipher. This work, like the entire exhibition, is a look into the qualities of material in transformation, the process of outlining negative and positive spaces, and environmental sequences that feed Þóra’s ongoing explorations in navigating and recording. One viewpoint of a tree in a natural urban habitat becomes endless material for investment when it is transformed into a sketch of something else. Through the attention paid to the found subject, the video reminisces over a certain experience in a place during a particular moment, which becomes a thread running through the exhibition. The perspective given in Gryfja also considers this point in a series of movements through built environments.
In Ásmundarsalur you will find large works on paper, with titles referring to their medium, hung alongside a collection of digitally-printed impressions collected from cut trees. Both of these series examine line as a build-up of different layers, which push how the surface is read, or multiple surfaces in this case, as space is added and subtracted in positives and negatives. Space is seen as a series of layers - from the ground up - a sequence of environments that absorb multiple surfaces and reference not only time, but distance, measurement and shifts within those structures. Drawn and constructed grids appear throughout and help to breakdown the levels in a mathematical way, reflecting an obvious human-made system of recording. Organic lines then trace different and contrasting pathways that cut the systematic surfaces and their structure most distinctly in the large drawings and the sculptures. In this dichotomy the hand of the artist, or the human, draws pathways across our measured and perhaps material world. As mirrored also within the tree-ring records, nature and human experience remain a sacred part of the investigations Þóra undertakes. These act as a reminder of the innate worlds that exist beyond those readily visible to us. In the case of the trees, spent or exhausted natural remains and processed leftovers are investigated in such a way that they see new light and are expanded in a context where they are free from their usual boundaries. The surfaces contribute to adapting physical (and intangible) structures as a new way of seeing particular environments, like those things we find in the artificial world.
Þóra’s works reveal another side to the patterned one that surrounds us, sometimes from domestic interiors, as navigations through those interiors, recordings, or built settings. In particular, this reference point, the view offered to us through the artist, can function as a meeting place for the imagination and its physical counterparts. Reading surfaces becomes more of a way of understanding our own position in the spaces we occupy and the relationship between the two. The key to entering into Þóra’s work is to keep one foot on each side of the division, or better yet, allow for both sides to permeate the other.
As you wander through the exhibition, amongst conceptual horizon lines, I encourage you to consider the space your body occupies, what surrounds you and the paths you create as you move and construct trails. Allow the works to be reference points or reminders that calibrate the awareness of your movements and gestures, both as negatives and positives. iI is my hope that a reflection of other environments will lead you to recollect or connect to the way Þóra’s work builds new representations. Our environments can be examined as planes layered one on top of the other and map-like as they consider different, but specific moments. Whether these moments can be translated into other forms of space-making is left up to the viewer. And, the viewer is encouraged to investigate this matter further. By taking a longer look into these things, we might recognize an attachment to our own experience as it contributes to the way we read the world around us.   Becky Forsythe 2016 

 

Þóra Sigurðardóttir’s (b. 1954, Akureyri) art practice applies drawing, and often other mediums, as a way to expand patterned repetition, inversion and transformation through the nature of material, process and environment. Working in two- and three-dimensional forms she places emphasis on navigating layered surfaces and structures.
After completing studies at the Icelandic College of Art and Crafts (1979-81) Þóra pursued graduate studies at Det Jyske Kunstakademi in Denmark (1987-91). She received an MA in Cultural Studies and Cultural Management from the University of Iceland (2012) and has studied Philosophy and Art History at the Open University, Reykjavík.
Þóra’s work has been exhibited locally and internationally since 1991 and can be found in private and public collections in Iceland and abroad including the Reykjavík Art Museum, The National Gallery of Iceland, and the Living Art Museum, Reykjavík. Other projects have included teaching art (since 1986), Head of Reykjavík School of Visual Arts (1998- 2005), managing Project Knowhow (2005-7) and Head of the Department of Craft and Design in the Reykjavik Technical School (2008-2010), managing and curating Dalir og hólar, a mobile exhibition project in Breiðafjörður and developing cultural events in Nýp at Skarðsströnd (since 2006).
For more information visit: www.thorasig.is or english-dalirogholar.nyp.is

Becky Forsythe (b. 1984) received her BFA from York University with a concentration in Visual Arts (2007), her MA from the University of Manitoba with a research specialization in Cultural History and Contemporary Art (2011) and a Graduate Certificate in Museum and Gallery Studies from Georgian College (2014). Becky is a writer, curator and Collec- tion Manager at the Living Art Museum (Nýló) in Reykjavík, where she currently lives and works.

 


Rými / Teikning
og huglægur sjóndeildarhringur
Eftir Becky Forsythe

Þýðing úr ensku Melkorka Ólafsdóttir

Sýningin Rými / Teikning er safn teikninga, prentverka og skúlptúra eftir Þóru Sigurðardóttur. Verkin veita innsýn í að- ferðir sem við beitum til kortleggja og kanna rými. Með því að endurtúlka kunnuglegt rýmið umhverfis og draga það upp sem línur, sjóndeildarhringi, hughrif eða minningar opnast ný sjónarhorn sem hér birtast sem teikningar eða gröf. Þegar verkin á sýningunni eru gaumgæfð nánar sést að verkferlar Þóru kristalla lífsreynslu hennar; hlutir sem hún hefur hnotið um og heillast af, uppgötvanir sem umbreytast, athuganir á vexti, endurtekningar, umskipti og áþreifanleikinn umhverfis. Þannig sinnir hún hlutverki listamanns sem í sífellu skynjar umhverfi sitt á nýjan hátt. Hún túlkar mismunandi sjónarhorn á vettvangi hversdagslífs og samfélags, rými og upplifanir sem eru á endanum flæðandi, á hreyfingu, og síbreytilegar.
Flest verkanna á þessari sýningu eru ný, utan upptöku frá veru listakonunnar í Danmörku árið 2003, sem sýnd er í Arinstofu. Myndbandið sýnir tré sem þakið er hvítum vef; í því er margt af því sem einkennir teikningar Þóru. Náttúrulegar línurnar sem vefurinn myndar um tréð virka hráar og lífrænar og fela í sér marglaga myndmál að ráða fram úr. Þetta verk, eins og sýningin í heild sinni, felur í sér vísanir í umbreytingar á efnislegum þáttum, skilgreiningar á neikvæðu og jákvæðu rými og margbreytilegt samhengi í umhverfinu, sem verður að efniviði fyrir listræna úrvinnslu. Sjónarhorn á tré í náttúrulegu rými þess felur í sér óendanlega möguleika sem skissa. Með því að beina athyglinni og upptökutækinu að viðfangsefninu, er ákveðinnar stundar og staðar minnst og úr verður þráður sem liggur gegnum sýninguna alla. Þau sjónarhorn sem koma fram í sýningarrýminu Gryfju beina athyglinni með svipuðum hætti að farvegum og leiðum sem verða til í manngerðum rýmum.
Í Ásmundarsal eru stórar teikningar á pappír ásamt stafrænum prentmyndum, en þær sýna blýantsnudd á gagnsæjar pappírsarkir af sniðflötum höggvinna trjábola. Báðar myndraðirnar nýta línuna í marglaga uppbyggingu sem virðist lyfta yfirborðinu þegar neikvæðu og jákvæðu rými er ýmist bætt við eða það dregið frá heildinni. rýmið er byggt upp neðan frá og upp sem röð samsettra yfirborða sem vísa í tíma, fjarlægðir, mælieiningar og tilfærslur innan eininganna. Grindur, teiknaðar og smíðaðar, spegla hina augljósu mannlegu nálgun við skrásetninguna. Lífrænar línurnar þræða sig í gegnum hið kerfisbundna lóð- og lárétta og draga fram andstæður þessara tveggja kerfa. Þessi nálgun kemur skýrt fram í stóru teikningunum og í skúlptúrunum. Með þessari tvískiptingu dregur listakonan, eða manneskjan, fram mögulegar leiðir í mælanlegum og efnislægum heimi. Eins og endurspeglast í skráningu trjáhringjanna fá náttúran og mannleg upplifun yfirfært hlutverk í rannsóknum Þóru. Verk hennar minna okkur á tilveru sem fyrirfinnst handan þess sem við sjáum. Þegar niðursagaðir trjábolirnir og annað úrgangsefni er tekið til skoðunar á þennan hátt öðlast það nýtt líf og víðara samhengi, laust við hefðbundin mörk. Fletirnir bjóða upp á leiðir til að sjá og kanna form og fyrirbæri á nýjan leik, ekki ósvipað því sem gerist í tilbúnu umhverfi og í gerviheimum (cyberworlds).
Verk Þóru sýna aðra hlið á manngerðu umhverfi, stundum heimilisinnréttingum og ferlum innan þeirra, með kortlagningu, skráningu og þrívíðum samsetningum. Sjónarhornin sem listakonan dregur upp geta því þjónað sem fundarstaðir ímyndunaraflsins og efnisheimsins. Með því að rýna í flötinn öðlumst við skilning á stöðu okkar í því rými sem við erum staðsett í hverju sinni og tengslunum þar á milli. Lykillinn að því að nálgast verk Þóru er því að koma sér fyrir í báðum heimum - eða leyfa þessum heimum að skarast að fullu.
Þegar farið er um sýninguna, og skoðaðar tilbúnar láréttar línurnar, hvet ég þig til þess að íhuga rýmið sem líkami þinn upptekur, umhverfið sem umlykur þig og leiðirnar sem verða til þegar þú gengur um rýmið. Leyfðu verkunum að vera viðmið og til umhugsunar um næmni þína, kvarði á eigin hreyfingar, jákvæðar sem neikvæðar. Það er von mín að reynsla af margvíslegu annars konar umhverfi geti orðið til þess að tengsl skapist við listsköpun Þóru, aðferðir hennar og nýja framsetningu. Við getum skoðað umhverfi okkar eins og lög sem leggjast hvert ofan á annað - eða eins og kort sem vísa veginn milli ólíkra augnablika. Hvort þessar stundir, eða augnablik, verði túlkaðar á nýjan hátt í tíma og rúmi er undir áhorfandanum komið. Ég hvet þig til að kanna slíka möguleika nánar. Með því að gefa gaum og tíma gætum við mögulega tengst nánar okkar eigin upplifunum og áhrifum þeirra á það hvernig við skynjum heiminn umhverfis.

 

Þóra Sigurðardóttir (f. Akureyri, 1954). Endurtekningar, viðsnúningar og umskipti eru gjarnan viðfangsefni hennar. Í list sinni nálgast hún þessi hugtök í efni, verkferlum og umhverfi og notar til þess ýmsa miðla, ekki síst teikningu. Í vinnu sinni með tví- og þrívíð form skapar hún sér leiðir til að horfa í gegnum marglaga yfirborð og byggingar.
Að loknu námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1979-81) stundaði Þóra háskóla- nám við Det Jyske Kunstakademi í Danmörku (1987-91). Hún lauk meistaraprófi í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2012 og hefur auk þess lært heimspeki og listasögu við Endurmenntunarstofnun H.Í. og Opna listaháskólann.
Verk Þóru hafa verið sýnd á Íslandi og erlendis frá árinu 1991 og eru í einkasöfnum og listasöfnum hérlendis og erlendis, þ.m.t. Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Nýlistasafninu. Meðal annarra verkefna Þóru er listkennsla frá 1986, skólastjórnun (1998- 2005, 2008-2010) ásamt rekstri og sýningarstjórn myndlistasýninganna Dalir og hólar á Vesturlandi (2008-2014) og menningarviðburða á Nýp, Skarðströnd (frá 2006).

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.thorasig.is og dalirogholar.nyp.is


Becky Forsythe (f. 1984) lauk BFA gráðu með áherslu á myndlist frá York-háskólanum (2007), mastersgráðu í menningarsögu og nútímalist frá Háskólanum í Manitoba (2011) og háskólagráðu í safna- og sýningafræðum frá Georgian College (2014). Becky starfar við skriftir og sýningarstjórn og er safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins í Reykjavík, þar sem hún er búsett.