Helga Þórsdóttir: TEIKNING / RÝMI

Verk Þóru Sigurðardóttur í Grafíksalnum 2016

Teikningar Þóru Sigurðardóttur eru byggðar á áþreifanlegum fyrirmyndum í tíma og rúmi. Verkin eru ferli, samruni forms og tíma sem staflað er upp með lagskiptum hætti. Listhlutir Þóru eru óendanlegir í díalektískum skilningi, lína afmarkar og mótar, myndar áþreifanlegt rými með forminu. Hugvera einstaklingsins gefur forminu merkingu, þannig er formið menningarlegt ferli staðbundinnar veru, myndað úr sameiginlegu minni,.

Sýningin samanstendur af teikningum, grafíkverkaseríu og skúlptúrum. Teikningarnar eru útgangspunkturinn, þær eru framlægið sem skapar heildina. Á endavegg sýningarrýmisins er fríhendis-kolateikning sem unnin er á pappír; stærð myndverksins minnir á breiðtjald,þrír metrar á breidd og einn og hálfur á hæt. Verkið er burðarás sýningarinnar, stjarnan í sólkerfi sýningarýmisins, þyngdaraflið sem heldur myndheiminum í díalektísku samtali. Þóra gefur sýningarsal Grafíkfélagsins, þ.e.a.s. rýminu sjálfu, stöðu frístandandi myndverks þar sem burðavirki byggingarinnar talar við lagskiptan járnskúlptúr; víddir verksins eru þær sömu og burðarsúlur rýmisins. Blæbrigði grafíkseríunnar eru blátóna og minna á bláprent; verkin vísa í arkitektanískan uppruna sinn og eru byggðar upp úr sama formlagi, lag fyrir lag inn í óendanleikann. Serían er fimm myndverk alls  þrykkt á þykkan lífrænan bómullarpappír sem settur er á gler, hvert um sig 58 x 78 cm, serían er ekki til sem fjölfeldi. Til móts við nákvæm grafíkverkin er lárétt kröftug fríhendis-kolateikning á pappír, í stærðinni 150 x 240 cm. Á gólfinu móts við það er þrívítt verk unnið með blandaðri tækni; verkið gleypir gólfflötinn með fullkomlega svartmettuðum langhyrningi; veggurinn við verkið sígur í sig sótsvartan flötinn og myndar logandi teikningu sem speglar verkið. Helmingur flatarins er hulinn gleri, þar ofaná er mattur leirkúpull mótaður með hendi Þóru; kúpullinn speglast ofaní glerið og endurtekur þannig form sitt niður í dýpið.

Teikningar Þóru Sigurðardóttur eru byggðar á áþreifanlegum fyrirmyndum í tíma og rúmi. Verkin eru ferli, samruni forms og tíma sem staflað er upp með lagskiptum hætti. Listhlutir Þóru eru óendanlegir í díalektískum skilningi, lína afmarkar og mótar, myndar áþreifanlegt rými með forminu. Hugvera einstaklingsins gefur forminu merkingu, þannig er formið menningarlegt ferli staðbundinnar veru, myndað úr sameiginlegu minni,.

Sýningin samanstendur af teikningum, grafíkverkaseríu og skúlptúrum. Teikningarnar eru útgangspunkturinn, þær eru framlægið sem skapar heildina. Á endavegg sýningarrýmisins er fríhendis-kolateikning sem unnin er á pappír; stærð myndverksins minnir á breiðtjald,þrír metrar á breidd og einn og hálfur á hæt. Verkið er burðarás sýningarinnar, stjarnan í sólkerfi sýningarýmisins, þyngdaraflið sem heldur myndheiminum í díalektísku samtali. Þóra gefur sýningarsal Grafíkfélagsins, þ.e.a.s. rýminu sjálfu, stöðu frístandandi myndverks þar sem burðavirki byggingarinnar talar við lagskiptan járnskúlptúr; víddir verksins eru þær sömu og burðarsúlur rýmisins. Blæbrigði grafíkseríunnar eru blátóna og minna á bláprent; verkin vísa í arkitektanískan uppruna sinn og eru byggðar upp úr sama formlagi, lag fyrir lag inn í óendanleikann. Serían er fimm myndverk alls  þrykkt á þykkan lífrænan bómullarpappír sem settur er á gler, hvert um sig 58 x 78 cm, serían er ekki til sem fjölfeldi. Til móts við nákvæm grafíkverkin er lárétt kröftug fríhendis-kolateikning á pappír, í stærðinni 150 x 240 cm. Á gólfinu móts við það er þrívítt verk unnið með blandaðri tækni; verkið gleypir gólfflötinn með fullkomlega svartmettuðum langhyrningi; veggurinn við verkið sígur í sig sótsvartan flötinn og myndar logandi teikningu sem speglar verkið. Helmingur flatarins er hulinn gleri, þar ofaná er mattur leirkúpull mótaður með hendi Þóru; kúpullinn speglast ofaní glerið og endurtekur þannig form sitt niður í dýpið.

Samkvæmt Aristótelesi er tíminn rökrétt orsakasamhengi þeirra breytinga sem eiga sér stað á milli fortíðar og framtíðar í okkar áþreifanlega heimi, vitundin hér og nú. Eða með öðrum orðum þá þarf þrennt að vera til staðar til þess að tíminn geti átt sér stað í fyrsta lagi: Eitthvað sem er liðið og er þess vegna fortíð, í öðru lagi þá kemur eitthvað eftir það sem liðið er þ.e.a.s. framtíðin, þriðja og mikilvægasta skilyrðið er meðvitund sem tekur eftir, skilur á milli þess sem var og þess sem koma skal.Vitund hugverunnar um þetta ástand breytingar gefur tímanum gildi — skynjun í miðju liðins og ókomins tíma — hún er þannig meðvituð um lok og upphaf, það sem var og það sem kemur. Tíminn er því endalaus lagskipt röð atburða sem myndar orsakasamhengi í meðvitund manneskjunnar. Þannig er tíminn bundinn afmarkaðri rýmis- og efniskennd hugveru sem á sér huglæga hliðstæðu innan Evklíðskra rúmfræðihnita á lárétta og lóðrétta ásnum sem er efnisleg upplifun hugverunnar gagnvart umhverfi sínu.

Mannslíkaminn býr í tímanum, en samkvæmt Aristótelesi og Plató er þekkingin utan tímans. Handan tíminn er stöðugur, fastur og algildur, þar af leiðandi raunverulegri en það sem er innan tímans. Listin er mimesis sem á íslensku getur verið eftirherma eða endurbirting (representation) á því sem handan tímans, þar að leiðandi lítur „vel heppnuð list“ lögmálum handan tímans eða algildis. Endurbirtingin sannar algildi handan tímans fyrir hugveru mannsins, sem býr inn í tímanum. Eða með öðrum orðum, vitundin utan tímans er alvita og þess vegna óbreytanleg. Innan tímans finnst hinsvegar vitund sem getur tengst algildinu og dregur þekkingu þaðan inn í efnisheiminn, m.a. með list tjáningu sem er endurbirting á hinni algildu, alvita, alheimsvitund, handan tíma og efnis.

Teikningar Þóru takast á við þennan breytilega efnisheim en eru jafnframt óendanlegar í eðli sínu, þar sem flötur fyrirmyndarinnar er sífellt klofinn í smærri einingar út frá öllum sjónarhornum eða hnitstaðsetningu hlutarins. Útkoman myndar margendurtekið bergmál formsins í rými og tíma hugverunnar. Myndheimur sem lýtur algildum lögmálum rúmfræðinnar, en beygir sig á samtímis undir meðvitund einstaklingsbundinnar upplifunar.

Verk Þóru fjalla um tíma, rými og afbökun þess, um rýmið í teikningunni, teikninguna í rýminu, þrívíddina sem leynist í tvívíddinni og öfugt. Arkitektúr er markandi lína, landamæri þess sem þróast að innan og utan við það sem markað er. Þannig má líta á hina afmarkandi línu sem einhverskonar útvörð eða jaðar rýmisins — blábrúnina sem snertir bæði orku þess sem er fyrir innan og þess sem er utan við. Listsköpun Þóru tekst á við þennan ramma með mjög svo efnislegum hætti; marglaga teikning afbakar form fyrirmyndarinnar og vísar þannig inn í sjálfa sig á sama tíma og hún tekst á við rýmið sjálft.

Myndheimur Þóru er unnin af lífrænum líkama listamannsins sem er afmarkaður af hæð og breidd, takmörkuð efnisleg tilvera hins lífræna heims. Efnislegir eiginleikar myndheimsins eru uppspretta samtals eða gagnvirkni hugverunnar við heiminn. Listamaðurinn er skapari veru sem er ólífræn í eðli sínu, en um leið og myndverkinu er sleppt út í heiminn á það sjálft gagnvirka tilveru á eigin forsendum, óháð skapara sínum. Samkvæmt ástralska heimspekingnum Rosi Braidotti er samtíminn byggður á misjafnri og síbreytilegri samsettri heild. Tækni hefur jafn mikil áhrif á sjálfsveruna og það lífræna náttúrulega; því er ekkert fast viðmið til, en í staðinn er sjálfsveran stöðugt að teygja sig í átt til hins verðandi. Braidotti vitnar í Gilles Deleuze sem segir hugveruna ekki fast efni, heldur ferli samninga milli efnis og táknaðra aðstæðna sem hafa áhrif á hið líkamnaða sjálf gagnvart hinu staðsetta sjálfi. Í ljósi þessa er það hugveran sem velur það ferli sem stendur að því sem bindur það saman — undir skáldaðri einingu hins málfræðilega „ég“ á sér stað ólík virkni forma sem einkennist af viðbrögðum í samspili, með og á móti þessum skilyrðum. Hugveran er ferli búið til úr sveiflum og samningum milli misjafnra laga af völdum og þrám, sem stanslaust sveiflast milli frjáls meðvitaðs vilja og ómeðvitaðra krafta.

Sýning Þóru fæst við efnið og möguleika þess, samruni efna sem gefa listinni færi á að endurbirta og fjöldaframleiða sjálfa sig. Miðillinn er því afar merkingarbær, listhluturinn er í stöðugri þróun og alltaf á stigi verðandinnar, þar til honum er sjálfhætt, en á þeim tímapunkti fellur hann inn í sögulega skúffu sem vonandi verður hægt að taka út og skoða í samhengi fortíðar. Verkin verða því til í líðanda núsins sem lifandi myndlist í samtíma. Tjáning efnis og samrunni við formhugsun Þóru Sigurðardóttur.

Helga Þórsdóttir
sýningarstjóri


Teikningar Þóru leiða áhorfandann í ferðalag þar sem efni og form hafa umbreyst í samhengi sínu við umheiminn. Líta má á teikningar Þóru sem ferli umbreytinga sem tengjast niðurbroti efnisins og úrvinnslu holdsins sjálfs á efnahvörfum líkamans. Verkin kallast á við stund og stað, hér og nú, orsök og afleiðingu.”

Úr texta Helgu Þórsdóttur um verk Þóru í sýningarskrá RÁS 2014.