Becky Forsythe: Rými / Teikning og huglægur sjóndeildarhringur

Verk Thóru Sigurðardóttur í Listasafni A.S.Í. 2016

Sýningin Rými / Teikning er safn teikninga, prentverka og skúlptúra eftir Þóru Sigurðardóttur. Verkin veita innsýn í að- ferðir sem við beitum til kortleggja og kanna rými. Með því að endurtúlka kunnuglegt rýmið umhverfis og draga það upp sem línur, sjóndeildarhringi, hughrif eða minningar opnast ný sjónarhorn sem hér birtast sem teikningar eða gröf. Þegar verkin á sýningunni eru gaumgæfð nánar sést að verkferlar Þóru kristalla lífsreynslu hennar; hlutir sem hún hefur hnotið um og heillast af, uppgötvanir sem umbreytast, athuganir á vexti, endurtekningar, umskipti og áþreifanleikinn umhverfis. Þannig sinnir hún hlutverki listamanns sem í sífellu skynjar umhverfi sitt á nýjan hátt. Hún túlkar mismunandi sjónarhorn á vettvangi hversdagslífs og samfélags, rými og upplifanir sem eru á endanum flæðandi, á hreyfingu, og síbreytilegar.

Flest verkanna á þessari sýningu eru ný, utan upptöku frá veru listakonunnar í Danmörku árið 2003, sem sýnd er í Arinstofu. Myndbandið sýnir tré sem þakið er hvítum vef; í því er margt af því sem einkennir teikningar Þóru. Náttúrulegar línurnar sem vefurinn myndar um tréð virka hráar og lífrænar og fela í sér marglaga myndmál að ráða fram úr. Þetta verk, eins og sýningin í heild sinni, felur í sér vísanir í umbreytingar á efnislegum þáttum, skilgreiningar á neikvæðu og jákvæðu rými og margbreytilegt samhengi í umhverfinu, sem verður að efniviði fyrir listræna úrvinnslu. Sjónarhorn á tré í náttúrulegu rými þess felur í sér óendanlega möguleika sem skissa. Með því að beina athyglinni og upptökutækinu að viðfangsefninu, er ákveðinnar stundar og staðar minnst og úr verður þráður sem liggur gegnum sýninguna alla. Þau sjónarhorn sem koma fram í sýningarrýminu Gryfju beina athyglinni með svipuðum hætti að farvegum og leiðum sem verða til í manngerðum rýmum.

Í Ásmundarsal eru stórar teikningar á pappír ásamt stafrænum prentmyndum, en þær sýna blýantsnudd á gagnsæjar pappírsarkir af sniðflötum höggvinna trjábola. Báðar myndraðirnar nýta línuna í marglaga uppbyggingu sem virðist lyfta yfirborðinu þegar neikvæðu og jákvæðu rými er ýmist bætt við eða það dregið frá heildinni. rýmið er byggt upp neðan frá og upp sem röð samsettra yfirborða sem vísa í tíma, fjarlægðir, mælieiningar og tilfærslur innan eininganna. Grindur, teiknaðar og smíðaðar, spegla hina augljósu mannlegu nálgun við skrásetninguna. Lífrænar línurnar þræða sig í gegnum hið kerfisbundna lóð- og lárétta og draga fram andstæður þessara tveggja kerfa. Þessi nálgun kemur skýrt fram í stóru teikningunum og í skúlptúrunum. Með þessari tvískiptingu dregur listakonan, eða manneskjan, fram mögulegar leiðir í mælanlegum og efnislægum heimi. Eins og endurspeglast í skráningu trjáhringjanna fá náttúran og mannleg upplifun yfirfært hlutverk í rannsóknum Þóru. Verk hennar minna okkur á tilveru sem fyrirfinnst handan þess sem við sjáum. Þegar niðursagaðir trjábolirnir og annað úrgangsefni er tekið til skoðunar á þennan hátt öðlast það nýtt líf og víðara samhengi, laust við hefðbundin mörk. Fletirnir bjóða upp á leiðir til að sjá og kanna form og fyrirbæri á nýjan leik, ekki ósvipað því sem gerist í tilbúnu umhverfi og í gerviheimum (cyberworlds).

Verk Þóru sýna aðra hlið á manngerðu umhverfi, stundum heimilisinnréttingum og ferlum innan þeirra, með kortlagningu, skráningu og þrívíðum samsetningum. Sjónarhornin sem listakonan dregur upp geta því þjónað sem fundarstaðir ímyndunaraflsins og efnisheimsins. Með því að rýna í flötinn öðlumst við skilning á stöðu okkar í því rými sem við erum staðsett í hverju sinni og tengslunum þar á milli. Lykillinn að því að nálgast verk Þóru er því að koma sér fyrir í báðum heimum – eða leyfa þessum heimum að skarast að fullu.

Þegar farið er um sýninguna, og skoðaðar tilbúnar láréttar línurnar, hvet ég þig til þess að íhuga rýmið sem líkami þinn upptekur, umhverfið sem umlykur þig og leiðirnar sem verða til þegar þú gengur um rýmið. Leyfðu verkunum að vera viðmið og til umhugsunar um næmni þína, kvarði á eigin hreyfingar, jákvæðar sem neikvæðar. Það er von mín að reynsla af margvíslegu annars konar umhverfi geti orðið til þess að tengsl skapist við listsköpun Þóru, aðferðir hennar og nýja framsetningu. Við getum skoðað umhverfi okkar eins og lög sem leggjast hvert ofan á annað – eða eins og kort sem vísa veginn milli ólíkra augnablika. Hvort þessar stundir, eða augnablik, verði túlkaðar á nýjan hátt í tíma og rúmi er undir áhorfandanum komið. Ég hvet þig til að kanna slíka möguleika nánar. Með því að gefa gaum og tíma gætum við mögulega tengst nánar okkar eigin upplifunum og áhrifum þeirra á það hvernig við skynjum heiminn umhverfis.

Þóra Sigurðardóttir (f. Akureyri, 1954). Endurtekningar, viðsnúningar og umskipti eru gjarnan viðfangsefni hennar. Í list sinni nálgast hún þessi hugtök í efni, verkferlum og umhverfi og notar til þess ýmsa miðla, ekki síst teikningu. Í vinnu sinni með tví- og þrívíð form skapar hún sér leiðir til að horfa í gegnum marglaga yfirborð og byggingar.
Að loknu námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1979-81) stundaði Þóra háskóla- nám við Det Jyske Kunstakademi í Danmörku (1987-91). Hún lauk meistaraprófi í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2012 og hefur auk þess lært heimspeki og listasögu við Endurmenntunarstofnun H.Í. og Opna listaháskólann.
Verk Þóru hafa verið sýnd á Íslandi og erlendis frá árinu 1991 og eru í einkasöfnum og listasöfnum hérlendis og erlendis, þ.m.t. Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Nýlistasafninu. Meðal annarra verkefna Þóru er listkennsla frá 1986, skólastjórnun (1998- 2005, 2008-2010) ásamt rekstri og sýningarstjórn myndlistasýninganna Dalir og hólar á Vesturlandi (2008-2014) og menningarviðburða á Nýp, Skarðströnd (frá 2006).

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.thorasig.is og dalirogholar.nyp.is

Becky Forsythe (f. 1984) lauk BFA gráðu með áherslu á myndlist frá York-háskólanum (2007), mastersgráðu í menningarsögu og nútímalist frá Háskólanum í Manitoba (2011) og háskólagráðu í safna- og sýningafræðum frá Georgian College (2014). Becky starfar við skriftir og sýningarstjórn og er safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins í Reykjavík, þar sem hún er búsett.

Rými / Teikning
og huglægur sjóndeildarhringur
Eftir Becky Forsythe

Þýðing úr ensku Melkorka Ólafsdóttir

Sýningin Rými / Teikning er safn teikninga, prentverka og skúlptúra eftir Þóru Sigurðardóttur. Verkin veita innsýn í að- ferðir sem við beitum til kortleggja og kanna rými. Með því að endurtúlka kunnuglegt rýmið umhverfis og draga það upp sem línur, sjóndeildarhringi, hughrif eða minningar opnast ný sjónarhorn sem hér birtast sem teikningar eða gröf. Þegar verkin á sýningunni eru gaumgæfð nánar sést að verkferlar Þóru kristalla lífsreynslu hennar; hlutir sem hún hefur hnotið um og heillast af, uppgötvanir sem umbreytast, athuganir á vexti, endurtekningar, umskipti og áþreifanleikinn umhverfis. Þannig sinnir hún hlutverki listamanns sem í sífellu skynjar umhverfi sitt á nýjan hátt. Hún túlkar mismunandi sjónarhorn á vettvangi hversdagslífs og samfélags, rými og upplifanir sem eru á endanum flæðandi, á hreyfingu, og síbreytilegar.
Flest verkanna á þessari sýningu eru ný, utan upptöku frá veru listakonunnar í Danmörku árið 2003, sem sýnd er í Arinstofu. Myndbandið sýnir tré sem þakið er hvítum vef; í því er margt af því sem einkennir teikningar Þóru. Náttúrulegar línurnar sem vefurinn myndar um tréð virka hráar og lífrænar og fela í sér marglaga myndmál að ráða fram úr. Þetta verk, eins og sýningin í heild sinni, felur í sér vísanir í umbreytingar á efnislegum þáttum, skilgreiningar á neikvæðu og jákvæðu rými og margbreytilegt samhengi í umhverfinu, sem verður að efniviði fyrir listræna úrvinnslu. Sjónarhorn á tré í náttúrulegu rými þess felur í sér óendanlega möguleika sem skissa. Með því að beina athyglinni og upptökutækinu að viðfangsefninu, er ákveðinnar stundar og staðar minnst og úr verður þráður sem liggur gegnum sýninguna alla. Þau sjónarhorn sem koma fram í sýningarrýminu Gryfju beina athyglinni með svipuðum hætti að farvegum og leiðum sem verða til í manngerðum rýmum.
Í Ásmundarsal eru stórar teikningar á pappír ásamt stafrænum prentmyndum, en þær sýna blýantsnudd á gagnsæjar pappírsarkir af sniðflötum höggvinna trjábola. Báðar myndraðirnar nýta línuna í marglaga uppbyggingu sem virðist lyfta yfirborðinu þegar neikvæðu og jákvæðu rými er ýmist bætt við eða það dregið frá heildinni. rýmið er byggt upp neðan frá og upp sem röð samsettra yfirborða sem vísa í tíma, fjarlægðir, mælieiningar og tilfærslur innan eininganna. Grindur, teiknaðar og smíðaðar, spegla hina augljósu mannlegu nálgun við skrásetninguna. Lífrænar línurnar þræða sig í gegnum hið kerfisbundna lóð- og lárétta og draga fram andstæður þessara tveggja kerfa. Þessi nálgun kemur skýrt fram í stóru teikningunum og í skúlptúrunum. Með þessari tvískiptingu dregur listakonan, eða manneskjan, fram mögulegar leiðir í mælanlegum og efnislægum heimi. Eins og endurspeglast í skráningu trjáhringjanna fá náttúran og mannleg upplifun yfirfært hlutverk í rannsóknum Þóru. Verk hennar minna okkur á tilveru sem fyrirfinnst handan þess sem við sjáum. Þegar niðursagaðir trjábolirnir og annað úrgangsefni er tekið til skoðunar á þennan hátt öðlast það nýtt líf og víðara samhengi, laust við hefðbundin mörk. Fletirnir bjóða upp á leiðir til að sjá og kanna form og fyrirbæri á nýjan leik, ekki ósvipað því sem gerist í tilbúnu umhverfi og í gerviheimum (cyberworlds).
Verk Þóru sýna aðra hlið á manngerðu umhverfi, stundum heimilisinnréttingum og ferlum innan þeirra, með kortlagningu, skráningu og þrívíðum samsetningum. Sjónarhornin sem listakonan dregur upp geta því þjónað sem fundarstaðir ímyndunaraflsins og efnisheimsins. Með því að rýna í flötinn öðlumst við skilning á stöðu okkar í því rými sem við erum staðsett í hverju sinni og tengslunum þar á milli. Lykillinn að því að nálgast verk Þóru er því að koma sér fyrir í báðum heimum – eða leyfa þessum heimum að skarast að fullu.
Þegar farið er um sýninguna, og skoðaðar tilbúnar láréttar línurnar, hvet ég þig til þess að íhuga rýmið sem líkami þinn upptekur, umhverfið sem umlykur þig og leiðirnar sem verða til þegar þú gengur um rýmið. Leyfðu verkunum að vera viðmið og til umhugsunar um næmni þína, kvarði á eigin hreyfingar, jákvæðar sem neikvæðar. Það er von mín að reynsla af margvíslegu annars konar umhverfi geti orðið til þess að tengsl skapist við listsköpun Þóru, aðferðir hennar og nýja framsetningu. Við getum skoðað umhverfi okkar eins og lög sem leggjast hvert ofan á annað – eða eins og kort sem vísa veginn milli ólíkra augnablika. Hvort þessar stundir, eða augnablik, verði túlkaðar á nýjan hátt í tíma og rúmi er undir áhorfandanum komið. Ég hvet þig til að kanna slíka möguleika nánar. Með því að gefa gaum og tíma gætum við mögulega tengst nánar okkar eigin upplifunum og áhrifum þeirra á það hvernig við skynjum heiminn umhverfis.

Þóra Sigurðardóttir (f. Akureyri, 1954). Endurtekningar, viðsnúningar og umskipti eru gjarnan viðfangsefni hennar. Í list sinni nálgast hún þessi hugtök í efni, verkferlum og umhverfi og notar til þess ýmsa miðla, ekki síst teikningu. Í vinnu sinni með tví- og þrívíð form skapar hún sér leiðir til að horfa í gegnum marglaga yfirborð og byggingar.
Að loknu námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1979-81) stundaði Þóra háskóla- nám við Det Jyske Kunstakademi í Danmörku (1987-91). Hún lauk meistaraprófi í menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2012 og hefur auk þess lært heimspeki og listasögu við Endurmenntunarstofnun H.Í. og Opna listaháskólann.
Verk Þóru hafa verið sýnd á Íslandi og erlendis frá árinu 1991 og eru í einkasöfnum og listasöfnum hérlendis og erlendis, þ.m.t. Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Nýlistasafninu. Meðal annarra verkefna Þóru er listkennsla frá 1986, skólastjórnun (1998- 2005, 2008-2010) ásamt rekstri og sýningarstjórn myndlistasýninganna Dalir og hólar á Vesturlandi (2008-2014) og menningarviðburða á Nýp, Skarðströnd (frá 2006).

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.thorasig.is og dalirogholar.nyp.is

Becky Forsythe (f. 1984) lauk BFA gráðu með áherslu á myndlist frá York-háskólanum (2007), mastersgráðu í menningarsögu og nútímalist frá Háskólanum í Manitoba (2011) og háskólagráðu í safna- og sýningafræðum frá Georgian College (2014). Becky starfar við skriftir og sýningarstjórn og er safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins í Reykjavík, þar sem hún er búsett.

Þýðing úr ensku Melkorka Ólafsdóttir